Fara í aðalefni

Mennt­un og frí­stund

Fræðslumál eru einn þýðingarmesti málaflokkur sem sveitarfélög annast og í sífelldri þróun. Sveitarfélög verja um það bil helmingi útgjalda sinna í rekstur leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og margvíslega aðra fræðslustarfsemi.

Leik­skól­ar

Leikskóli er fyrsta skólastigið í skólakerfinu samkvæmt lögum nr.90/2008 um leikskóla og er ætlaður börnum undir skólaskyldualdri. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla. Lögin kveða á um að sveitarfélög hafi forustu um að tryggja börnum leikskóladvöl og beri ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum sveitarfélaganna. Hvert sveitarfélag skal setja sér almenna stefnu um leikskólahald í sveitarfélaginu og kynna fyrir íbúum þess. 

Nánar

Grunn­skól­ar

Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91 frá 2008 er rekstur almennra grunnskóla á ábyrgð og kostnað sveitarfélaga. Þau bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í grunnskólum þeirra, þróun einstakra skóla, húsnæði og búnaði, sérúrræðum grunnskóla, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd grunnskólastarfs í sveitarfélaginu. Þá er þeim skylt að sjá til þess að öll skólaskyld börn njóti skólavistar sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu eða hefur verið ráðstafað í fóstur til fósturforeldra. 
Skólaskylda er að jafnaði tíu ár en getur verið skemmri. Þannig er öllum börnum og unglingum að jafnaði á aldrinum 6–16 ára skylt að sækja grunnskóla. 

Nánar

Tón­list­ar­skól­ar

Um tónlistarfræðslu gilda lög nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla.

Nánar

Frí­stunda­starf

Í öllum grunnskólum skal nemendum gefinn kostur á að taka þátt í tómstunda- og félagsstarfi. Tómstunda- og félagsstarf getur bæði verið liður í daglegu starfi og utan venjulegs skólatíma.

Nánar

Áhættu­grein­ing kennslu­hug­bún­að­ar

Áhættugreining kennsluhugbúnaðar hefur þann tilgang að færa skólum upplýsingar um áhættur og takmarkanir kennsluhugbúnaðar sem geta stafað af margvíslegum og ólíkum möguleikum þeirra sem alltaf þarfnast skoðunar og greiningar áður en hann er tekinn í notkun. Vefurinn er samstarfsverkefni Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs og Reykjavíkurborgar og færir skólum upplýsingar sem hjálpar þeim að viðhafa ábyrga notkun á stafrænu öryggi í kennslu.

Nauðsynin sem liggur að baki áhættugreiningu kennsluhugbúnaðar er að vernda nemendur sem viðkvæman hóp, koma í veg fyrir að kennsluforrit á vegum skóla brjóti á rétti barna, að finna heppileg kennsluforrit til kennslu út frá áhættugreiningu og uppfylla lagaleg skilyrði til persónuverndar (GDPR löggjöfin).

Áhættugreiningarvefur

Opnast í nýjum glugga

Skólaskrifstofur

Hér má finna upplýsingar um skólaskrifstofur sem starfa og hafa verksvið samkvæmt ákvörðun þeirra sveitarfélaga og eiga aðild að þeim. Á þessum lista eru þær skólaskrifstofur sveitarfélaga sem sjá um  skólaþjónustu og/eða faglega rekstrarstýringu skóla og/eða bera ábyrgð á henni.

Aðilar, sem eingöngu fjalla um launaútreikninga og/eða reikningshald fyrir skóla, eru ekki meðtaldir. Breytingar eða leiðréttingar á þessum lista á að senda til Sambands íslenskra sveitarfélaga Borgarúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík eða á netfangið: samband@samband.is