Styrkir og sjóðir
Styrkir og sjóðir
Lokað hefur verið fyrir umsóknir í Námsleyfasjóð vegna skólaársins 2025-2026. Svarbréf mun berast umsækjendum rafrænt á www.islands.is eigið síðar en um miðjan desember 2024.
Námsleyfasjóður
Námsleyfasjóður kennara og stjórnenda grunnskóla starfar á grundvelli bráðabirgðaákvæðis II við lög um grunnskóla nr. 91/2008. Hlutverk Námsleyfasjóðs er að greiða laun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) sem hlotið hafa námsleyfi, allt að einu ári.
Endurmenntunarsjóður
Endurmenntunarsjóður grunnskóla starfar í samræmi við bráðabirgðaákvæði laga nr. 91/2008. Sjóðurinn starfar sem sjálfstæð deild undir stjórn Námsleyfasjóðs.
Námsgagnasjóður
Námsgagnasjóður var stofnaður á grundvelli laga um námsgögn nr. 71/2007 og hefur það hlutverk að leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa. Með tilkomu sjóðsins er grunnskólum tryggt aukið svigrúm til námsgagnakaupa til viðbótar við úrval Menntamálastofnunar. Námsgögnin skulu samrýmast markmiðum aðalnámskrár grunnskóla og er óheimilt að verja fjármunum úr Námsgagnasjóði til búnaðar- og tækjakaupa. Úthlutun úr sjóðnum fór fyrst fram í nóvember 2007.