Fara í aðalefni

Kjara­mál

Sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki sem vinnuveitendur og eru íslensk sveitarfélög sem heild stærsti vinnuveitandi á landinu. Um 60% af skatttekjum sveitarfélaganna fara í að greiða laun starfsmanna og launatengd gjöld.

Í felliglugganum hér til vinstri má finna kjarasamninga og launatöflur.

Leiðbeiningar um starfsmannamál

Jafnlaunastofa

Jafnlaunastofa veitir ráðgjöf, fræðslu og stuðning á sviði jafnlaunamála.

Kjaratölfræðinefnd

Kjaratölfræðinefnd er samstarfsnefnd ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði um tölfræði vegna kjarasamningsgerðar.

Starfsmat

Markmið starfsmats er að tryggja að starfsmönnum séu ákvörðuð laun með eins málefnalegum og hlutlægum aðferðum og hægt er. Slóðin er www.starfsmat.is.

Starfsþróunarnefnd

Starf starfsþróunarnefndar grundvallast á ákvæðum í 10. kafla kjarasamninga Samninganefndar sveitarfélaga við stéttarfélög innan BSRB og ASÍ.