Fara í aðalefni

Vel­ferð barna

Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki í þjónustu við börn og fjölskyldur.  Mikivægt er að koma á móts við fjölskyldur og börn þeirra um leið og erfiðleikar steðja að.  Sveitarfélögin bera ábyrgð á að sinna forvarnarstarfi og að veita þjónustu til þeirra sem á þurfa að halda á fyrsta og öðru stigi.  Sérstaklega þarf að huga að börnum í viðkvæmri stöðu og að sjá til þess að þau fái Þjónusta sem sniðin er að þeirra þörfum. 

Fötluð börn

Í markmiðum laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 er leiðarljósið að þjónusta við fatlað fólk sé einstaklingsmiðuð, heildræn, samfelld og sniðin að þörfum þess sem hana fær.  Sjá þarf til þess að fötluð börn geti notið menntunar, þjálfunar, starfsundirbúnings og tómstunda og þjónustan stuðli að félagslegri aðlögun og þroska.

Heildræn þjónusta við fatlað fólk

PDF skjal

Fundahringur á auðlesnu máli

PDF skjal

Fundahringur - fullorðnir

PDF skjal

Fundahringur - notendur

PDF skjal

Börn á flótta

Börn á flótta er viðkvæmur hópur sem algengt er að hafi upplifað áföll.   Sveitarfélög sem taka á móti flóttabörnum og fjölskyldum þeirra þurfa að skapa  verndandi umhverfi sem dregur úr skaða áfalla og þar sem börn upplifa sig örugg. Í samskiptum við foreldra barna á flótta þarf að huga að menningarmun í samskiptum. Foreldrahæfni gæti verið skert tímabundið og þurfa foreldrar þarf að leiðandi meiri stuðning og upplýsingar.   

Samkomulag um þróunarverkefnið  Menntun Móttaka Menning (MEMM) var komið á fót til að veita sveitarfélögum stuðning við móttöku barna af erlendum uppruna. Jafnfram er því  ætlað að stuðla að inngildingu og virkri þátttöku barna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. 

MEMM

MEMM miðar að því að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn á landsvísu í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi. Jafnframt er því ætlað að þróa og tryggja öfluga ráðgjöf, námsgögn og verkfæri, sem og stuðning til lausnar flóknari aðstæðum. Nýta á þá þekkingu sem skapast hefur bæði hjá menntastofnunum og sveitarfélögum landsins og reynst hefur vel við móttöku barna af erlendum uppruna með samstarf og samhæfingu að leiðarljósi.