Umhverfismál
Úrgangsforvarnir
Sveitarfélög taka ákvörðun um hvort þau sinna sjálf eða útvista verkefnum á þeirra vegum, þ.m.t. í hirðu og annarri meðhöndlun úrgangs. Framkvæmd innkaupa, útboða og samninga um verkefnin eru mikilvægir hlekkir í því að ná markmiðum og tryggja að rekstur og þjónusta sé eins og sveitarfélag ákveður. Útboðsgögn og samninga þarf að vinna í takt við áherslur viðkomandi sveitarfélags og þá ábyrgð sem það ber samkvæmt lögum. Ólíkt er á milli sveitarfélaga hvaða þættir eru á hendi sveitarfélagsins og hvað er boðið út en ábyrgð sveitarfélaga á meðhöndlun úrgangs fellur ekki niður þó að hluta þjónustunnar sé útvistað og sinnt af þjónustuaðilum.
Sniðmát fyrir sveitarfélög og ráðgjafa
Sniðmát af útboðslýsingu, innkaupasamningi og tilboðshefti fyrir sérstaka söfnun og þjónustu grenndarstöðva er nú aðgengilegt öllum sveitarfélögum og ráðgjöfum þeirra. Gögnin eru afurð innkaupahluta átaksins Samtaka um Hringrásarhagkerfið og vann ráðgjafafyrirtækið VSÓ gögnin með aðstoð fyrirtækisins Consensa. Ráðgjafafyrirtækið EFLA og Innkaupaskrifstofa Reykjavíkurborgar lásu yfir gögnin. Einnig var horft til sambærilegra vinnu í nágrannalöndunum, þá sérstaklega leiðbeiningar og sniðmát sem býðst sænskum sveitarfélögum. Vinna að sniðmátum fyrir meðhöndlun endurvinnsluefna og rekstur móttöku- og söfnunarstöðva stendur enn yfir.