Fara í aðalefni

Um­hverf­is­mál

Sveitarfélög eru lykilaðilar í umhverfis- og loftslagsmálum og koma að þeim á margvíslegan hátt. Þau eru ábyrg fyrir ýmiskonar grunnþjónustu í umhverfismálum, s.s. hirðu og meðhöndlun úrgangs, rekstur fráveitna, vatnsveitna og hitaveitna og sinna hreinsun á landi sveitarfélagsins. Þau bera einnig ábyrgð á skipulagi á sínu svæði og segja þannig til um fyrirkomulag byggðar og mótun umhverfis. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga stuðlar að því með starfsemi sinni að landsmönnum séu búin heilnæm lífsskilyrði. Sveitarfélög koma að loftslagsmálum með ýmsum hætti, bæði til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og til að aðlaga samfélagið að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga.