Fara í aðalefni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2025–2026. Umsóknarfrestur er til og með 14. október 2024 kl. 15:00. (Athugið að umsóknarfrestur var lengdur).

Um Námsleyfasjóð

Námsleyfasjóður kennara og stjórnenda grunnskóla starfar á grundvelli bráðabirgðaákvæðis II við lög um grunnskóla nr. 91/2008. Hlutverk Námsleyfasjóðs er að greiða laun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) sem hlotið hafa námsleyfi, allt að einu ári.

Stjórn Námsleyfasjóðs er skipuð tveimur aðilum frá Kennarasambandi Íslands og þremur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Frá KÍ eru: Hreiðar Oddsson og Kristjana Hrafnsdóttir og frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru: Lúðvík Hjalti Jónsson, Valgerður Janusdóttir og Anna Ingadóttir. Formaður stjórnar er Lúðvík Hjalti Jónsson. Stjórn Námsleyfasjóðs fer einnig með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla.

Starfsmenn sjóðsins eru Anna Ingadóttir og Ragnheiður Snorradóttir.

Umsókn um námsleyfi skólaárið 2025-2026

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2025–2026. Umsóknarfrestur er til og með 14. október 2024 kl. 15:00. (Athugið að umsóknarfrestur var lengdur).

Með umsókn þarf að berast staðfesting vinnuveitanda – eyðublað (PDF-skjal / word-skjal).

Áður en sótt er um í námsleyfasjóð skulu umsækjendur kynna sér reglur Námsleyfasjóðs og reglur um laun í námsleyfi sem finna má í töflu hér að neðan

Við mat á umsóknum er haft til hliðsjónar hversu vel hún er rökstudd, hversu skýr markmið hennar eru, hvernig námið nýtist umsækjanda í núverandi starfi og stofnuninni sem hann vinnur hjá eða skólakerfinu í heild.

Stefnt er að því að svarbréf berist umsækjendum rafrænt á Ísland.is eigi síðar en um miðjan desember 2024.

Vef­gátt Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga

Sækja um í Námsleyfasjóð

Fyrir skólaárið 2025-2026

SkjölSækja skjal
Staðfesting á störfum (PDF)Sækja skjal
Reglur um NámsleyfasjóðSækja skjal
Reglur um laun í námsleyfiSækja skjal
Forgangsverkefni 2008-2024Sækja skjal
Skipting námsleyfa 2002-2022Sækja skjal

Nánari upplýsingar veita:

Kolbrún Erna Magnúsdóttir veitir aðstoð við tæknileg atriði í síma 515 4900 eða í tölvupósti á kolbrun.erna.magnusdottir@samband.is.

Anna Ingadóttir í síma 515 4900 eða í tölvupósti á anna.ingadottir@samband.is