Fara í aðalefni

Námsleyfasjóður kennara og stjórnenda grunnskóla starfar á grundvelli bráðabirgðaákvæðis II við lög um grunnskóla nr. 91/2008. Hlutverk Námsleyfasjóðs er að greiða laun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) sem hlotið hafa námsleyfi, allt að einu ári.

Stjórn Námsleyfasjóðs er skipuð tveimur aðilum frá Kennarasambandi Íslands og þremur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Frá KÍ eru: Hreiðar Oddsson og Kristjana Hrafnsdóttir og frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru: Lúðvík Hjalti Jónsson, Valgerður Janusdóttir og Anna Ingadóttir. Formaður stjórnar er Lúðvík Hjalti Jónsson. Stjórn Námsleyfasjóðs fer einnig með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla.

Starfsmenn sjóðsins eru Anna Ingadóttir og Ragnheiður Snorradóttir.

Lokað hefur verið fyrir umsóknir í Námsleyfasjóð

Vefgátt

SkjölSækja skjal
Reglur um NámsleyfasjóðSækja skjal
Reglur um laun í námsleyfiSækja skjal
Forgangsverkefni 2008-2024Sækja skjal
Skipting námsleyfa 2002-2022Sækja skjal

Nánari upplýsingar veita:

Kolbrún Erna Magnúsdóttir veitir aðstoð við tæknileg atriði í síma 515 4900 eða í tölvupósti á kolbrun.erna.magnusdottir@samband.is.

Anna Ingadóttir í síma 515 4900 eða í tölvupósti á anna.ingadottir@samband.is