Fara í aðalefni

End­ur­mennt­un­ar­sjóð­ur

Endurmenntunarsjóður grunnskóla starfar í samræmi við bráðabirgðaákvæði laga nr. 91/2008. Sjóðurinn starfar sem sjálfstæð deild undir stjórn Námsleyfasjóðs.

Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita styrki til endurmenntunar félagsmanna í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ).

Framlagi til Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er úthlutað samkvæmt reglum sjóðsins til þeirra sem hyggjast standa fyrir endurmenntun félagsmanna FG og SÍ, þar á meðal grunnskóla, skólaskrifstofa, sveitarfélaga, háskóla, símenntunarstofnana, félaga, fyrirtækja og annarra sem bjóða endurmenntun fyrir félagsmenn FG og SÍ.

Nánari upplýsingar veita

  • Kolbrún Erna Magnúsdóttir veitir aðstoð við tæknileg atriði í síma 515 4900 eða í tölvupósti á samband@samband.is.
  • Nánari upplýsingar veitir Anna Ingadóttir 515 4900  eða í tölvupósti anna.ingadottir@samband.is.

.