Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 verður haldinn fræðslufundur á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, mennta- og barnamálaráðuneytisins og Heimilis og skóla um verndandi þætti í lífi barna og ungmenna, samfélagsmiðla og samstarf heimila og skóla. Fundarstjóri er Margrét Gauja Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneyti. Fundinum verður streymt milli klukkan 13:00 og 14:00 fimmtudaginn 28. nóvember.