Fara í aðalefni

Tök­um sam­tal­ið

Fimmtudaginn 28. nóvember nk. verður haldinn fræðslufundur á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, mennta- og barnamálaráðuneytisins og Heimilis og skóla um verndandi þætti í lífi barna og ungmenna, samfélagsmiðla og samstarf heimila og skóla.

28. nóvember 2024

Streymi

Kl. 13:00

Fundarstjóri er Margrét Gauja Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneyti.

Í lok fundar verða umræður þar sem þátttakendur geta sent inn spurningar í gegnum slido.com: #tokumsamtalið 

Öll erindin miða að því að gefa foreldrum og forsjárfólki innsýn og verkfæri sem mótvægi við þau neikvæðu samfélagslegu áhrif sem steðja að í lífi barna og ungmenna.

Hald­in verða þrjú er­indi

Samfélagsmiðlar og hvað skal varast þar

Kári Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg

Samstarf foreldra gegn ofbeldi

Sigurður Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Heimilis og skóla

Líðan og félagstengsl barna og unglinga: Hlutverk foreldra

Sigrún Daníelsdóttir, sérfræðingur hjá Embætti landlæknis, kynnir nýjustu rannsóknir um verndandi þætti í lífi barna og ungmenna

Horfa á streymi