Tók þátt í alþjóðlegum fundum um málefni sveitarfélaga
15. júlí 2024
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, var þátttakandi á leiðtogafundi í New York sem Sameinuðu þjóðirnar standa árlega fyrir um heimsmarkmiðin.
Heiða tók einnig þátt í málstofu Alþjóðasamtaka sveitarfélaga (UCLG) og Evrópusamtaka sveitarfélaga (CEMR) um málefni sveitarfélaga. Þá tók Heiða einnig þátt í sérstökum fundum með stofnunum Sameinuðu þjóðanna og fleiri lykilaðilum um stöðu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum og svæðum.
Hún var fulltrúi CEMR á fundi sem Mannfjöldastofnun S.Þ. stóð fyrir í samstarfi við UCLG um hvernig sveitarfélög geta stuðlað að því að ná markmiðum alþjóðaráðstefnu um mannfjölda og þróun. Þá tók hún þátt í fundi CEMR með fastanefnd ESB hjá Sameinuðu þjóðanna og vakti þar athygli á að íslenskum sveitarfélögum beri að innleiða sjálfbærnilöggjöf Evrópusambandsins, sem er hornsteinn heimamarkmiðavinnu þess, á grundvelli EES samningsins án þess að njóta sambærilegs stuðnings Evrópusambandsins til þess og sveitarfélög í löndum sambandsins njóta. Hún vakti einnig athygli á mikilvægi þess að vinna, neðan frá með aðkomu sveitarfélaga og íbúa, að þeim samfélagsbreytingum sem eru nauðsynlegar fyrir innleiðingu markmiðanna og tók sendiherra Evrópusambandsins undir þau sjónarmið í lokaorðum sínum.
Þá tók Heiða þátt í að kynna sameiginlega rýniskýrslu norrænu sveitarfélagasambandanna og Norrænu rannsókna- og byggðastofnunarinnarinnar, Nordregio.