Fara í aðalefni

Húsnæðismál

Árs­fund­ur Brák­ar hús­næð­is­fé­lags hses

8. janúar 2025

Ársfundur Brákar íbúðafélags hses. verður haldinn á Teams miðvikudaginn 15. janúar nk. kl. 13.00.  Brák er stofnuð af 31 sveitarfélagi og er húsnæðissjálfseignarstofnun sem starfar samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir.  Tilgangur félagsins er að eiga og reka húsnæði fyrir tekju- og eignalága einstaklinga og fjölskyldur.

Dagskrá

Dagskrá fundarins verður samkvæmt samþykktum:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Framlagning ársreiknings til samþykktar.
  3. Áætlun um kaup eða byggingu íbúða til næstu þriggja ára.
  4. Breytingar á samþykktum
  5. Tilkynning um skipan stjórnar.
  6. Kosning endurskoðenda.
  7. Inntaka nýrra stofnaðila.
  8. Önnur mál.

Skráning

Skráning á fundinn fer fram í gegnum netfangið snorri@fjardabyggd.is.