Stafræn vegferð
Rammasamningur við Syndis undirritaður
7. mars 2025
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur undirritað rammasamning við Syndis sem býður sveitarfélögum aðgang að vökturnarþjónustu fyrirtækisins. Í samningnum felast góð kjör að SOC (Security Operation Centre) og AFTRA (External Attack Surface Management) þjónustu fyrirtækisins.
Í SOC þjónustunni fer fram sólarhrings eftirlit á netumferð og tölvukerfum með áherslu á upplýsingaöryggi. SOC þjónustan vinnur þannig að hún grípur óeðlilega umferð og atburði sem fara þar í gegn og tryggir greiningu og viðbragð öryggissérfræðinga við þeim. Með þessu er stórt skref tekið til að koma í veg fyrir tjón af völdum tölvuárása
Samningurinn er hluti af netöryggisverkefni Sambandsins sem miðar að því að auka vitund, þekkingu og getu sveitarfélaga til að takast á við sívaxandi ógn við net- og upplýsingaöryggi.
Syndis í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga verður með kynningarfund á innihald samningsins og þjónustunni þriðjudaginn 24.mars 2025 kl.11:00-12:00. Vonandi sjá sem flestir sér fært að kynna sér samninginn og mæta.