Fara í aðalefni

Fræðslumál

Lok­að verð­ur fyr­ir um­sókn­ir í End­ur­mennt­un­ar­sjóð 3. mars

25. febrúar 2025

Við minnum á að lokað verður fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð mánudaginn 3. mars kl. 15:00.

Opið er fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2025-2026 (1. ágúst 2025 – 31. júlí 2026). Við minnum á að Umsóknarfrestur er til 3. mars 2025 kl. 15:00. 

Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir félagsmenn í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal grunnskólar, skólaskrifstofur, sveitarfélög, háskólar, símenntunarstofnanir, félög, fyrirtæki og aðrir. 

Nánar á vefsíðu Endurmenntunarsjóðs.