Fara í aðalefni

Kjaramál

Kjara­samn­ing­ar við þrjú að­ild­ar­fé­lög BHM und­ir­rit­að­ir

5. desember 2024

Þann 4. desember 2024 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Iðjuþjálfafélags Íslands, Sálfræðingafélags Íslands og Þroskaþjálfafélags Íslands, nýja kjarasamninga sem gilda frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

Samningarnir eru í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið við aðila á vinnumarkaði á þessu ári og hækka laun í samræmi við þær hækkanir á samningstímanum.

Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamningana meðal félagsmanna ofangreindra félaga. Niðurstöður atkvæðagreiðslna munu liggja fyrir samkvæmt eftirfarandi:

  • Iðjuþjálfafélag Íslands, kl. 13:00 þann 9. desember n.k.
  • Sálfræðingafélag Íslands kl. 16:00 þann 12. desember n.k.
  • Þroskaþjálfafélag Íslands kl. 12:00 þann 13. desember n.k.

Frá undirritun samnings við Iðjuþjálfafélag Íslands.

Frá undirritun samnings við Iðjuþjálfafélag Íslands.

Frá undirritun samnings við Þroskaþjálfafélag Íslands

Frá undirritun samnings við Þroskaþjálfafélag Íslands.

Frá undirritun samnings við Sálfræðingafélag Íslands

Frá undirritun samnings við Sálfræðingafélag Íslands.