Kjaramál
Kjarasamningar samþykktir með miklum meirihluta
26. júní 2024
Atkvæðagreiðslum um kjarasamninga sem samninganefnd sveitarfélaga og tíu aðildarfélög innan BSRB undirrituðu þann 13. júní er nú lokið, og voru þeir samþykktir með miklum meirihluta greiddra atkvæða.
Á bilinu 83% til 96% félagsmanna þeirra aðildarfélaga sem greiddu atkvæði um samningana samþykktu þá. Sameyki skrifaði einnig undir samning þann 13. júní og kemur niðurstaða úr kosningu félagsmanna þann 28. júní.
Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 og hefur verið kynntur fulltrúum sveitarfélaga. Í samningnum er samið um sömu launahækkanir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði innihalda. Þau aðildarfélög sem greiddu atkvæði um samninginn eru:
• Kjölur - stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu,
• Félag opinbera starfsmanna á Austurlandi,
• FOSS - stéttarfélag í almannaþjónustu,
• Starfsmannafélag Garðabæjar,
• Starfsmannafélag Húsavíkur,
• Starfsmannafélag Hafnarfjarðar,
• Starfsmannafélag Mosfellsbæjar,
• Starfsmannafélag Kópavogs,
• Starfsmannafélag Suðurnesja og
• Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar