Kjaramál
Kennarasamband Íslands hafnar innanhússtillögu ríkissáttasemjara
2. febrúar 2025
Kennarasambands Íslands hefur hafnað innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram fyrir helgi eftir áranguslausar viðræður undanfarnar vikur. Stjórn Sambandsins samþykkti tillöguna á fundi sínum á föstudag þrátt fyrir að hún feli í sér talsverðan kostnað.
KÍ hafnaði innanhússtillögunni og gerði viðbótarkröfur, sem samninganefnd Sambandsins mætti að nokkru leyti með gagntilboði sem KÍ hafnaði. Því hefjast verkföll í völdum skólum aftur í fyrramálið, mánudaginn 3. febrúar.
Kjaradeila ríkis og sveitarfélaga við KÍ hefur að stórum hluta snúist um kröfu kennara um jöfnun launa milli markaða, en þar hefur farið fram umtalsverð vinna í mörg ár varðandi hvaða hópa eigi að miða við og hvernig eigi að nálgast það. Ríkissáttasemjari hefur sagt að hann sjái ekki fyrir sér að það muni nokkurn tíma vera hægt að leiða deiluna til lykta á þeim forsendum sem hafa verið hafðar uppi. Þess vegna hafi hann beitt sér fyrir því að búa til nýja aðferð til að nálgast verkefnið. Unnið var að þessari nýju nálgun undanfarna tvo mánuði, bæði á formannafundum, ólíkum samtölum og minni fundum. Á fundum síðastliðnar vikur var lagt upp með að sjá hvort hægt væri að setja nýjan fókus á verkefnið með það að markmiði að hreyfa kjaraviðræðurnar áfram. Það gekk ekki eftir og lagði ríkissáttaemjari fram innanhússtillögu, sem speglaði þessa nýju aðferðarfræði, með það að markmiði að höggva á hnútinn.
Sambandið lagt fram nokkur tilboð
KÍ hefur fengið nokkur tilboð frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga á undanförnum mánuðum en þeim var hafnað án frekari viðræðna.