Stafræn vegferð
Reykjanesbær innleiðir stafræna umsókn byggingarleyfa
22. nóvember 2024
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vinnur að þróun á stafrænu umsóknarviðmóti fyrir byggingarleyfi og er Reykjanesbær fyrsta sveitarfélagið sem tekur kerfið í notkun.

Kerfið er hluti af stærra verkefni þar sem umsókn, móttaka og afgreiðsla á byggingarleyfum verður samræmd í einu miðlægu kerfi sem HMS þróar. Þessi fyrsta útgáfa umsóknarviðmótsins er mikilvægt fyrsta skref í einfaldari og samdæmdri umsókn og útgáfu byggingarleyfa hjá öllum sveitarfélögum landsins.
Fleiri sveitarfélög bætast í hópinn á næstunni og mun HMS standa fyrir opnum kynningarfundi 10. desember næstkomandi.