Fara í aðalefni

Haust­skýrsla Kjara­töl­fræði­nefnd­ar kom­in út

14. nóvember 2024

Haustskýrsla Kjaratölfræðinefndar 2024 er komin út og voru helstu niðurstöður skýrslunnar kynntar á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara sl. miðvikudag, 13. nóvember. Helgi Aðalsteinsson, rekstrarhagfræðingur, á sæti í Kjaratölfræðinefnd fyrir hönd sveitarfélaganna. 

Grindavíkurbær. Ljósm.: Shutterstock
Grindavíkurbær. Ljósm.: Shutterstock

Skýrslan skiptist í fimm meginkafla sem fjalla um efnahagsmál, vinnumarkað, laun og launaþróun sem flokkað er eftir mörkuðum og heildarsamtökum launafólks, kjarasamninga gerða í yfirstandandi samningalotu, auk sérstakrar umfjöllunar um heildarsamtök launafólks eftir mörkuðum. Í skýrslunni er áhersla lögð á yfirstandandi kjarasamningslotu og miðað við að hún hafi hafist í febrúar 2024.

Um Kjaratölfræðinefnd

Kjaratölfræðinefnd er samstarfsnefnd ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði um tölfræði vegna kjarasamningsgerðar og er m.a. ætlað að stuðla að því að aðilar hafi sameiginlegan skilning á eðli, eiginleikum og þróun þeirra hagtalna sem mestu varða við gerð kjarasamninga.

Á heimasíðu Kjaratölfræðinefndar (https://www.ktn.is/) má sjá haustskýrsluna í heild sinni, samantekt helstu niðurstaðna, hvern efniskafla fyrir sig og fylgigögn skýrslunnar.