Fara í aðalefni

Kjaramál

Áfram fund­að hjá rík­is­sátta­semj­ara í dag

20. nóvember 2024

Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara en undanfarna viku hafa aðilar fundað óformlega, bæði á formannafundum og í öðrum samtölum og minni fundum.

Samningsaðilar munu halda áfram samtalinu hjá ríkissáttasemjara í dag. Samninganefnd Sambandsins ítrekar samningsvilja sinn gagnvart leik- og grunnskólakennurum og vonast eftir uppbyggjandi og gagnlegum samtölum á næstu dögum við félögin fimm um þau málefni sem standa út af.