Fara í aðalefni

Kjaramál

Fyr­ir­hugð­um verk­föll­um LSS af­lýst – skrif­að und­ir nýj­an kjara­samn­ing

5. febrúar 2025

Í kvöld undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 verði hann samþykktur. Verkfalli LSS sem hefjast átti á mánudaginn er því aflýst.

Helstu atriði kjarasamningsins eru launahækkanir í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið við aðila á vinnumarkaði á þessu ári, og hækka önnur laun og aðrar uppbætur í samræmi við þær hækkanir á samningstímanum.

Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn meðal félagsmanna LSS. Niðurstaða atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir þann 24. febrúar næstkomandi

Samninganefnd sambandsins vill koma á framfæri þökkum til samninganefndar LSS fyrir fagleg og lausnamiðuð vinnubrögð við kjarasamningsgerðina.