Fara í aðalefni

Fund­uðu með nýj­um ráð­herr­um menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­mála, og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­mála

20. janúar 2025

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambandsins, og Arnar Þór Svævarsson, framkvæmdastjóri, funduðu með Loga Einarssyni, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og Eyjólfi Ármannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í síðustu viku.

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambandsins, Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambandsins, og Ingilín Kristmannsdóttir, ráðuneytisstjóri Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambandsins, Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambandsins, og Ingilín Kristmannsdóttir, ráðuneytisstjóri Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Á fundunum voru samstarfsverkefni ráðuneytanna og Sambandsins rædd, ásamt tækifærum til frekara samstarfs.

Heiða Björg og Arnar Þór með Loga Einarssyni, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra

Fengu báðir ráðherrarnir góða yfirferð á verkefnum sveitarfélaga og mikilvægi góðs samstarfs ríkis og sveitarfélaga í verkefnum sem móta samfélagið okkar. Frekari fundir með ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar eru fyrirhugaðir á næstunni.