Fara í aðalefni

Farsæld

Er allt í gulu?

28. ágúst 2024

September verður aftur gulur í ár! 💛 Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum.

Sambandið hvetur sveitarfélög til að vekja athygli á verkefninu Gulum september.

Á síðastliðnu ári var í fyrsta skipti heill mánuður tileinkaður þessu brýna málefni á Íslandi. Það er von undirbúningshópsins að Gulur september, auki meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna - sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Lögð verður áhersla á slagorðin;

  • „Er allt í gulu?“,
  • ,,Er allt í gulu á þínum vinnustað?“ og
  • „Er allt í gulu í þínum skóla?“

Við minnum sérstaklega á semikommuna (;) sem er kennimerkið fyrir Gulan september en táknið er notað víða um heim til að sýna samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. Það vísar til framhalds, seiglu og vonar. 

Að lokum hvetur Sambandið sveitarfélög til að lýsa upp byggingar og/eða glugga í gulu til stuðnings verkefninu.