Fara í aðalefni

Skipulagsmál

Ár­ang­ur í átt að vist­vænni mann­virkja­gerð

3. febrúar 2025

Góður árangur hefur náðst að undanförnu í átt að vistvænni mannvirkjagerð á Íslandi í gegn um verkefnið Byggjum grænni framtíð þar sem Sambandið situr í verkefnastjórn.

Góður árangur hefur náðst að undanförnu í átt að vistvænni mannvirkjagerð á Íslandi. Byggjum grænni framtíð (BGF) er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð. Sambandið hefur frá upphafi verkefnisins árið 2020 átt sæti í verkefnastjórn BGF.

Í kjölfar kortlagningar á losun gróðurhúsalofttegunda frá mannvirkja- og byggingargeiranum á viðmiðunarári (2019-2020) var mótuð metnaðarfull aðgerðaáætlun og hefur náðst góður árangur við innleiðingu aðgerða. Verkefnastjórn BGF setti sér markmið um að ná að ljúka a.m.k. 40 aðgerðum fyrir árslok 2024 og það tókst sem er fögnuðarefni.

Sambandið er ábyrgt fyrir fjórum aðgerðum sem þegar hefur verið lokið, ein aðgerð er í endurmati og ein í vinnslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Vinna er í gangi við uppfærslu og endurskoðun aðgerða og eru þrjár viðbótaraðgerðir á teikniborðinu sem Sambandið mun koma til með að bera ábyrgð á ásamt öðrum.

Hér eru dæmi um afurðir sem hafa komið út úr aðgerðum BGF sem tengjast sveitarfélögum:

Verkefnastjórn BGF stefnir að því að ljúka eins mörgum aðgerðum og hægt er árið 2025 og er hægt að fylgjast með fréttum af framgangi vinnunnar hér.