Fara í aðalefni

Kjaramál

Á hverju stranda við­ræð­ur við KÍ?

11. febrúar 2025

Kjaradeilan við KÍ hefur snúist fyrst og fremst um að efna samkomulag frá 2016 þess efnis að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera séu samkeppnisfær. Sú leið sem bæði ríkissáttasemjari og Samninganefnd Sambandsins hafa lagt upp með til að leysa það er svokallað virðismat, sem stuðlar að málefnalegri, hlutlægri og samræmdri launasetningu starfa hjá sveitarfélögum.

Aðrir viðsemjendur sveitarfélaganna eru nú þegar aðilar að virðismati en með því má uppræta kerfislægan og ómálefnalegan launamun á milli markaða sem er meginmarkmið samkomulagsins frá 2016 um jöfnun lífeyrisréttinda starfsfólks á almennum og opinberum markaði og er meginkrafa Kennarasambandsins í þessari kjaralotu.

Samn­ing­ar í kjara­deilu kenn­ara og sveit­ar­fé­laga stranda fyrst og fremst á því að kenn­ar­ar vilja geta sagt upp samn­ing­um á samningstíma ef þeim hugn­ast ekki út­kom­an úr þeirri virðismats­veg­ferð sem lagt er upp með, en halda engu að síður þeim launa­hækk­un­um umfram almennar hækkanir sem eru á borðinu sem fyrirframgreiðsla á niðurstöðu starfsmats. Samninganefnd Sambandsins vill hins veg­ar meiri skuld­bind­ingu í ljósi þess að verið sé að bjóða um­tals­verðar launa­hækk­an­ir og getur því ekki sætt sig við að samn­ing­ur­inn sé upp­segj­an­leg­ur á tíma­bil­inu.

Gagnvart kenn­ur­um er eng­in áhætta fólg­in í virðismat­inu. Sveitarfélögin hafa teygt sig langt til að koma til móts við kenn­ara og boðið miklar launahækkanir sem samninganefnd KÍ hefur hafnað.

Samninganefnd Sambandsins ítrekar samningsvilja sinn og  vonast eftir uppbyggjandi og gagnlegum samtölum við stéttarfélögin um lausn kjaradeilunnar.