Fara í aðalefni

Sveitarfélagaskólinn

Not­enda­ráð, öld­unga­ráð og ung­menna­ráð

Sveitarfélagaskólinn efnir til hádegisfræðslu þriðjudaginn 18. mars nk. um notendaráð innan sveitarfélaga.

18. mars 2025

Kl. 12:00

Skrá á viðburð
Ljósm.: MKH
Ljósm.: MKH

Fræðsla fyrir sveitarstjórnarfólk: Notendaráð, öldungaráð og ungmennaráð

Hvernig geta notendaráð, öldungaráð og ungmennaráð styrkt stefnumótun og ákvörðunartöku í sveitarfélaginu? Hvaða hlutverk og ábyrgð hefur sveitarstjórnarfólk í tengslum við þessi ráð?

Samráðsráð í sveitarfélögum gefa íbúum tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanir og þróun þjónustu. Þessi ráð tryggja að skoðanir ólíkra hópa samfélagsins heyrist og að ákvarðanir byggi á fjölbreyttri reynslu og þörfum íbúanna. Sveitarstjórnarfólk er í lykilhlutverki í að virkja og hlusta á þessi ráð.

María Kristjánsdóttir og Ingimar Guðmundsson, sérfræðingar á stjórnsýslusviði Sambandsins, munu fara yfir helstu hlutverk og tilgang lögbundinna samráðsnefnda – öldungaráða, notendaráða í málefnum fatlaðs fólks og ungmennaráða. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna mikilvægi þess að gefa þessum hópum raunverulegt tækifæri til að taka virkan þátt í stefnumótun sveitarfélaga og hjálpa kjörnum fulltrúum að taka upplýstari ákvarðanir, efla traust og styrkja lýðræðislega þátttöku íbúa.