Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 20. mars 2025.
Kjörgengir sem fulltrúar á landsþingi eru nýkjörnir aðalmenn í sveitarstjórnum og varamenn þeirra jafnmargir að tölu, hvort sem varamaður í sveitarstjórn hefur verið kjörinn sérstaklega við óbundnar kosningar eða hann fær kjörbréf vegna setu á framboðslista við bundnar hlutfallskosningar.
Rétt til setu á landsþingi eiga:
- Kjörnir landsþingsfulltrúar, sem jafnframt hafa atkvæðisrétt.
- Formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, sem hafa málfrelsi á þinginu.
- Starfsfólk Sambands íslenskra sveitarfélaga.
- Gestir á vegum Sambandsins.
Fundargögn XL. landsþings 2025
Tillögur til breytinga á Samþykktum Sambandsins
- Minnisblað yfirlögfræðings um tilefni breytinga á samþykktum Sambandsins
- Tillögur til breytinga á samþykktum Sambandsins ásamt skýringum
- Samþykktir Sambandsins verði þær samþykktar á XL. landsþingi 2025
Tillögur til landsþings
- Tillaga um skipun milliþinganefndar til að endurskoða reglur um stjórnarkjör
- Þröstur Friðfinnsson - Tillaga um skipan starfshóps um endurskoðun á samþykktum Sambandsins
- Finnur Yngvi Kristinsson - Tillaga til ályktunar varðandi flugöryggi og framtíð Reykjavíkurflugvallar
- Finnur Yngvi Kristinsson, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Katrín Sigurjónsdóttir, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Snorri Finnlaugsson og Þórunn Sif Harðardóttir