Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt.
Verkfall KÍ í Snæfellsbæ er ekki dæmt ólögmætt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Því þarf KÍ að láta af verkföllum í þeirri mynd sem þau hafa verið, að Snæfellsbæ undanskildum. Sambandið gerir ráð fyrir því að þau börn og kennarar sem hafa verið í verkfalli undanfarna viku mæti því til skóla í fyrramálið, að leikskólanum í Snæfellsbæ undanskildum.