Starfsfólk Sambands íslenskra sveitarfélaga er nú í sumarferð um Rangárþing þar sem til stendur að stilla saman strengi og styrkja böndin. Meðal staða sem starfsfólkið og makar þeirra heimsækja eru Lava Center, ráðhús Rangárþing eystra og Tumastaðaskógur. Ferðin er undir styrkri leiðsögn Ísólfs Gylfa Pálmasonar fv. þingmaður og sveitarstjóri.
Anton Kári Halldórsson kynnir starfsemi sveitarfélagsins fyrir starfsfólki sambandsins í dag.
Af þessum sökum verður skrifstofa Sambandsins og Lánasjóðsins lokuð í dag og á morgun. Ef erindi eru brýn má senda fyrirspurn á Þjónustuborð Sambandsins thjonusta@samband.is og við reynum að svara eftir bestu getu.