Stafræn vegferð
Niðurstöður úr könnun á stafrænni stöðu sveitarfélaga
6. desember 2024
Mikil bæting hefur átt sér stað á stafrænni stöðu sveitarfélaganna á undanförnum árum samkvæmt niðurstöðum á könnun sem lögð var fyrir sveitarfélögin árin 2020 og nú aftur 2024.
Könnun um stafræna stöðu sveitarfélaga var upphaflega send á sveitarfélögin í byrjun árs 2020 en var svo aftur lögð fyrir sveitarfélögin í byrjun sumars og var haldið opið fram í október síðastliðinn.
Hverri spurningu fylgja fimm fullyrðingar og eiga sveitarfélögin að velja þá fullyrðingu sem á best við um stafræna stöðu þeirra. Fullyrðingarnar fimm eru byggðar upp með aðferðina CMMI til hliðsjónar og gefin eru stighækkandi stig eftir því hvar í pýdamýdanum sveitarfélagið staðsetur sig í hverri spurningu.
Nánar má lesa um vinnslu könnunar og niðurstöðu í flipunum hér að neðan.
Á heildina litið bættu sveitarfélögin úr 2,9 stigum að vegnu meðaltali árið 2020 í 3,6 árið 2024 sem samanber 25% bætingu milli ára. Þetta er afgerandi bætt stafræn staða sveitarfélaganna og greinilegt lögð hefur verið mikil áhersla á stafræna umbreytingu í starfi þeirra.
Í myndritinu hér að neðan má sjá hvernig vegið meðaltal hvers kafla í könnuninni breyttist milli ára á heildina litið og eftir stærðarflokkum þeirra. Ef stærðarflokkar sveitarfélaganna eru bornir saman þá má sjá að bæting er afgerandi meiri eftir því sem sveitarfélögin stækka og er bæting milli ára alla jafna mest meðal stórra sveitarfélaga.
Sex sveitarfélög bættu sig um a.m.k eitt stig að meðaltali og því um a.m.k. heilt þrep í greiningaraðferðinni eins og má sjá í myndritinu hér að neðan. Sveitarfélögin hafa greinilega lagt mikla áherslu á stafræna umbreytingu og með skilvirkum hætti bætt stafræna þjónustu og ferla í starfi sínu. Eftirtektarvert er að þau eru öll stór eða miðlungs og skýrt að stærð sveitarfélaga hefur áhrif á bolmagn þeirra til stafvæðingar.
Ef litið er til hvers kafla fyrir sig þá má sjá þau sveitarfélög sem hafa bætt stafræna stöðu sína mest milli ára eftir málaflokkum, en þar er dreifing stærðar sveitarfélaganna meiri. Í köflunum sem snúa að félagsþjónustu og húsnæðismálum annars vegar og skólum og frístundastarfi hins vegar er mesta bætingin uppá yfir tvö stig að meðaltali sem samanber tvö þrep í greininaraðferinni. Ánægjulegt er að sjá hve mikil áhersla er á stafræna umbreytingu meðal sveitarfélaganna sem endurspeglast í bættri þjónustu sveitarfélaganna.
Allar spurningar könnunarinnar voru flokkaðar eftir því hvort spurningin snúi að bættri þjónustu við íbúa eða bættri þjónustu í starfsemi sveitarfélagsins. Á myndritinu hér að neðan má sjá að hlutfallsbreyting var afgerandi meiri bæting meðal spurninga sem snúa að bættri þjónustu við íbúa sveitarfélaganna þó almennt sé bæting í báðum hópum og öllum köflum. Á heildina litið var tvöfalt meiri bæting meðal spurninga sem snúa að þjónustu við íbúa en í þjónustu sem snýr að starfsemi sveitarfélaganna.
Bæting milli ára snýr oftar að bættri þjónustu við íbúa en að bættri þjónustu í innri starfsemi sveitarfélaga. Mest bæting er í skólum og frístundastarfi, skipulags-, bygginga- og framkvæmdamálum ásamt félagsþjónustu og húsnæðismálum.
Minnstar framfarir voru á spurningum sem snúa að innra starfi umfram þeim sem snúa að íbúum og er það blandað eftir viðfangsefnum.
Í einstökum efnu var afturför milli kannana. Að öllum líkindum má skýra það á tvo vegu, annars vegar breytingar á þeim hópi sveitarfélaga sem svaraði könnuninni og hins vegar vegna þess að nýjar og snjallari lausnir hafa litið dagsins ljós milli kannana sem sveitarfélögin hafa kynnst og vilja nýta sér sem gerir það að verkum að matið þeirra á eigin stafvæðingu í þessum spurningunni er lægra.
Ef litið er til spurninga með hæsta vegna meðaltalið í könnuninni sem lögð var fyrir á árinu þá snúa stigahæstu spurningarnar að bættri þjónustu í innra starfi. Einnig er áberandi að samtal og samvinna sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu virðist hafa skilað mjög góðum árangri, sem er einkum að þakka vinnu stafrænna leiðtoga innan sveitarfélaganna.
Vefkaffi um fyrstu niðurstöður
Haldin var stafræn spjallstofa þar sem fyrstu niðurstöður voru kynntar 12. nóvember síðastliðinn, sem tekin var upp og er aðgengileg á vef Sambandsins.