Sambandið

Nýr vef­ur Sam­bands­ins til­nefnd­ur til ís­lensku vef­verð­laun­anna

14. mars 2025

Nýr vefur Sambandsins sem unnin var af vefstofunni Norda, ásamt vefteymi Sambandsins, hefur verið tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna sem opinber vefur ársins. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn föstudaginn 21. mars 2025 í Grósku.

Markmiðið með nýjum vef Sambandsins var að bæta aðgengi upplýsinga bæði fyrir starfsmenn sveitarfélaga sem og almenning. Mikil áhersla var lögð á góða virkni leitar, vefurinn átti að mæta nútímakröfum varðandi útlit og skölun ásamt því að tengjast ytri þjónustum við birtingu gagna.

Efnið sem notendur leita eftir á vefnum er fjölbreytt og umfangsmikið. Því var lögð áhersla á að einfalda leiðarkerfi vefsins (e. navigation) til að geta miðlað efni á einfaldan og hnitmiðaðan hátt. Samhliða þessari vinnu fékk vörumerki Sambandsins upplyftingu með ferskari litapallettu, nútímalegra leturvali og fallegum myndum, sem vefsíðan endurspeglar.

Opinber vefur ársins - tilnefningar

Ísland.is

Nýr vefur Borgarsögusafns

Nýr vefur KEF airport

Nýr vefur Samband íslenskra sveitarfélaga

Stafrænt pósthólf