Kjaramál
Kjarasamningur við LSS undirritaður
25. mars 2025
Þann 24. mars 2025 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) kjarasamning sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

Frá Urriðaholti í Garðabæ.
Áður höfðu félagsmenn LSS fellt kjarasamning sem undirritaður var 5. febrúar s.l.
Þessi samningur er í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið við aðila á vinnumarkaði á þessu ári og hækka laun í samræmi við þær hækkanir á samningstímanum.
Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn meðal félagsmanna LSS. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir þann 1. apríl n.k.