Sambandið
Kveðja til fráfarandi formanns frá stjórn
21. mars 2025
Á Landsþingi Sambandsins í gær flutti Jón Björn Hákonarson, nýr formaður Sambandsins, kveðju til Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, fráfarandi formanns, frá stjórn Sambandsins.

„Fyrir hönd stjórnar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga vill ég þakka Heiðu Björg Hilmisdóttir fyrir gott samstarf í stjórn á kjörtímabilinu nú þegar hún lætur af formennsku og stjórnarsetu. Stjórn Sambandsins hefur tekist á við mörg og stór verkefni á þessu kjörtímabili bæði út á við sem og inn á við. Í þeim störfum hefur reynt á samstarfið við stjórnarborðið en oftast hefur náðst sameiginleg niðurstaða sem er fyrir öllu í störfum stjórnar þess. Eina pólitíkin sem á að reka við það stjórnarborð er sveitarstjórnarpólitík en ekki flokkapólitík. Flokkapólitík á sinn vettvang heima í sveitastjórnum en Sambandið þarf að gæta hagsmuna sveitarfélaganna og í því þarf stjórn að vera samstillt í störfum sínum og hefur það, og verður, áfram haft að leiðarljósi í störfum hennar. Heilt yfir hefur góð samvinna og samstarf ríkt í stjórn Sambandsins, þrátt fyrir hökt í þeim efnum síðustu vikur, sem nú eru að baki og samstillt höldum við nú til starfa áfram út kjörtímabilið fyrir hag sveitarfélaganna í landinu.
Vill ég því endurtaka þakkir frá stjórn til Heiðu fyrir samstarfið og óskum við henni velfarnaðar í nýju starfi."