Fara í aðalefni

Sambandið

Kosn­inga­fund­ur Sam­bands­ins - um­ræð­ur með full­trú­um flokka

5. nóvember 2024

Samband íslenskra sveitarfélaga stóð fyrir umræðufundi með fulltrúum flokka þriðjudaginn 12. nóvember kl. 14.00-15.30 á Hilton Reykavík Nordica. Upptöku frá fundinum má finna hér að neðan.

Frá kosningafundinum á Hilton.
Frá kosningafundinum á Hilton.

Gott samstarf ríkis og sveitarfélaga er grundvallaratriði til að tryggja skilvirka þjónustu og framfarir fyrir samfélagið. Á fundinum voru mál sem brenna á kjósendum og sveitarfélögum til umræðu ásamt þeim áskorunum og tækifærum sem bíða sveitarstjórna í kjölfar kosninganna.

Fundurinn var öllum opinn og var einnig hægt að horfa á streymi.

Athugið að frítt var inn á fundinn.

Þátttakendur í kosningafundinum voru: Bergþór Ólafsson frá Miðflokknum, Sandra Sigurðardóttir frá Viðreisn, Arna Lára Jónsdóttir frá Samfylkingunni, Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði, XXXX fundarstjóri, Inga Sæland frá Flokki fólksins, Baldur Borgþórsson frá Lýðræðisflokknum, Dóra Björt Guðjónsdóttir frá Pírötum, Sanna Magdalena Mörtudóttir frá Sósíalistum, Bryndís Haraldsdóttir frá Sjálfstæðisflokknum og Ágúst Bjarni Garðarsson frá Framsóknarflokknum

Þátttakendur í kosningafundinum voru: Bergþór Ólafsson frá Miðflokknum, Sandra Sigurðardóttir frá Viðreisn, Arna Lára Jónsdóttir frá Samfylkingunni, Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði, Þórdís Valsdóttir fundarstjóri, Inga Sæland frá Flokki fólksins, Baldur Borgþórsson frá Lýðræðisflokknum, Dóra Björt Guðjónsdóttir frá Pírötum, Sanna Magdalena Mörtudóttir frá Sósíalistum, Bryndís Haraldsdóttir frá Sjálfstæðisflokknum og Ágúst Bjarni Garðarsson frá Framsóknarflokknum.