Fara í aðalefni

Sambandið

Jón Björn Há­kon­ar­son nýr for­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga

20. mars 2025

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð, er nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann var kjörinn á fundi stjórnar Sambandsins í kjölfar landsþings í dag.

Jón Björn Hákonarson, nýr formaður Sambandsins og Margrét Sanders, nýr varaformaður.
Jón Björn Hákonarson, nýr formaður Sambandsins og Margrét Sanders, nýr varaformaður.

Jón Björn tekur við embættinu af Heiðu Björgu Hilmisdóttir, en hún tók þá ákvörðun að hætta sem formaður í kjölfar þess að hafa tekið við sem borgarstjóri í Reykjavík. Jón Björn var áður varaformaður frá árinu 2022.

Margrét Sanders, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, var kjörinn varaformaður Sambandsins á sama fundi, en hún hefur setið í stjórn síðan árið 2022.

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi í Reykjavík, kemur nýr inn í stjórn í stað Heiðu Bjargar og Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, kemur inn í stað Guðmundar Ara Sigurjónssonar sem sagði sig úr stjórn í kjölfar kjörs til Alþingis. Þá kemur Hildur Rós Guðbjargardóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði inn sem varamaður Önnu Sigríðar í stjórnina og Skúli Helgason, borgarfulltrúi í Reykjavík, sem varamaður Hjálmars.