Fara í aðalefni

Kjaramál

Full­ur stuðn­ing­ur sveit­ar­fé­laga við Samn­inga­nefnd

14. febrúar 2025

Stjórn Sambandsins og framkvæmdastjórar sveitarfélaga funduðu fyrr í dag þar sem staða kjaraviðræðna Kennarasambands Íslands og Samninganefndar sveitarfélaga voru til umræðu. 

Á fundinum ítrekuðu stjórn og framkvæmdastjórar sveitarfélaga að fullur stuðningur er nú, líkt og áður, við Samninganefnd sveitarfélaga og þau sjónarmið sem samninganefndin hefur lagt upp með í kjaraviðræðunum allt frá því að samningaviðræður hófust. Sveitarfélögin hafa samþykkt einhuga tillögu ríkissáttarsemjara um virðismatsleið þrátt fyrir að hún feli í sér töluverðan kostnað fyrir sveitarfélögin. Sveitarfélögin leggja mikla áherslu á að ná samningum og telja virðismatsleiðina skynsama leið fyrir báða aðila til að ná farsælli niðurstöðu um þau ágreiningsefni sem út af standa. 

Stjórn Sambandsins og framkvæmdastjórar sveitarfélaga ítreka samningsvilja sinn og  vonast eftir uppbyggjandi og gagnlegum samtölum samninganefndar á næstu dögum við aðildarfélög KÍ um lausn kjaradeilunnar sem fyrst. Þar berum við öll ábyrgð og þurfum að ná saman.