Umhverfis Ísland
Endurskoðun á Handbók um úrgangsstjórnun sveitarfélaga
4. apríl 2025
Undanfarið hafa Umhverfis - og orkustofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga, unnið að endurskoðun á Handbók um úrgangsstjórnun sveitarfélaga og er þeirri vinnu nú lokið.

Undanfarið hafa Umhverfis - og orkustofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga, unnið að endurskoðun á Handbók um úrgangsstjórnun sveitarfélaga og er þeirri vinnu nú lokið. Var ráðgjafar- og verkfræðifyrirtækinu VSÓ auk þess falið að endurskoða nokkur sniðmát vegna útboða vegna úrgangsþjónustu sem finna má sem viðauka við handbókina. Uppfær handbók, ásamt viðaukum, er nú aðgengileg á vef Umhverfis- og orkustofnunar.
Handbókin er vegvísir sveitarfélaga í úrgangsmálum sem fjallar um þær stefnumótandi ákvarðanir sem sveitarfélög þurfa að taka í tengslum við úrgangsmál og þá lögbundnu þjónustu sem sveitarfélögum er skylt að veita.
Breytingar frá fyrri útgáfu taka mið af uppfærðu laga- og reglugerðaumhverfi og reynslu sveitarfélaga. Þau mál sem hafa valdið erfiðleikum í úrgangsmálum eru skýrð nánar og viðaukar við handbókina hafa einnig verið uppfærðir.
Meðal viðauka við handbókina má nefna sniðmát til notkunar við útboð á margvíslegri úrgangsþjónustu, t.d. hirðu heimilisúrgangs á lóðum og grenndarstöðvum, rekstri grenndarstöðva o.fl. Einnig er að finna í handbókinni uppfærð sniðmát fyrir samþykktir sveitarfélaga um úrgangsmál sem Sambandið hvetur sveitarfélög til að nota.
Í uppfærðri handbók er fjallað skýrar en áður um ábyrgð sveitarstjórna á tölulegum markmiðum sem varða byggingar- og niðurrifsúrgang, sem og skyldur sveitarfélaga þegar kemur að meðhöndlun úrgangs sem inniheldur aukaafurðir dýra.
Þann 18. mars var fulltrúum sveitarfélaga boðið á kynningu þar sem endurskoðuð handbók var kynnt af fulltrúum Umhverfis- og orkustofnunar og VSÓ. Finna má upptöku af fundinum hér.