Evrópusamvinna

Staða lýð­ræð­is og mann­rétt­inda til um­ræðu á Sveit­ar­stjórn­ar­þingi Evr­ópu­ráðs­ins

2. apríl 2025

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins var haldið í Strassborg dagana 25.-27. mars. Þingið er eina stofnun sinnar tegundar í Evrópu sem hefur það hlutverk að fylgjast með og efla þróun lýðræðis í sveitarfélögum og héruðum í aðildarríkjum Evrópuráðsins.

Walter Fannar Kristjánsson, Hildur Björnsdóttir Jón Björn Hákonarson á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins.
Walter Fannar Kristjánsson, Hildur Björnsdóttir Jón Björn Hákonarson á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins.

Meðal þess sem þingið fjallaði um var innrás Rússland í Úkraínu, ofbeldi gegn konum í stjórnmálum og handtaka borgarstjóra Istanbúl og almenn hnignun lýðræðis í Tyrklandi.

Á þinginu var samþykkt ályktun þar sem stjórnvöld í Tyrklandi eru hvött til þess að leysa samstundis úr haldi borgarstjóra Istanbúl, Ekrem Imamoglu, en með handtöku hans er stjórn rúmlega 16 milljóna almennra borgara nú í höndum aðila sem ekki voru kosnir til þess að gegna æðsta embættis stærstu borgar Tyrklands. Þá kemur einnig fram í yfirlýsingu þingsins að frá 2016 hafa nær 150 borgar- og bæjasrstjórar í Tyrklandi verið reknir frá embættum sínum og þar með haft að engu vilja milljóna kjósenda í Tyrklandi.

Yfirlýsingu þingsins er að finna hér.

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er skipað kjörnum fulltrúum af sveitarstjórnarstigi í öllum 47 aðildarríkjum Evrópuráðsins. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem eru tilnefndir af stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fulltrúar Íslands á þinginu að þessu sinni voru þau Hildur Björnsdóttir, Reykjavíkurborg, Jón Björn Hákonarson, formaður Sambandsins og Walter Fannar Kristjánsson, Flóahreppi.