NIS2 er Evróputilskipun um net- og upplýsingaöryggi (Network and Information Systems Directive). Þegar NIS2 verður innleidd á Íslandi munu fleiri aðilar teljast til mikilvægra innviða en áður og þurfa að hlíta ákvæðum hennar. Þeim aðilum sem falla undir tilskipunina fjölgar umtalsvert og ákveðnir opinberir aðilar teljast jafnframt til mikilvægra innviða. NIS2 mun hafa áhrif á mun stærri hóp en fyrri útgáfa og einnig er ábyrgð stjórnenda á netöryggi gerð skýrari.
Unnur Kristín hjá Fjarskiptastofu mun fara yfir á þessu vefkaffi hvað NIS2 er? Hvaða þýðingu gæti löggjöfin haft fyrir sveitarfélögin? Hvað þurfa sveitarfélögin að gera og hverju ættu þau að byrja á?
Vefkaffi eru stafrænar spjallstofur þar sem kynnt eru hin ýmsu verkefni tengd stafrænni umbreytingu sveitarfélaganna. Vefkaffið verður tekið upp og birt hér að vefkaffinu loknu.