Fara í aðalefni

Stafræn vegferð

Vef­kaffi - Inn­leið­ing Noona hjá Mos­fells­bæ

Gabriela Líf Sigurðardóttir ætlar að segja frá innleiðingu bókunarkerfisins Noona hjá Mosfellsbæ.

17. desember 2024

Stafrænt

Kl. 10:00

"Við hjá Mosfellsbæ erum að nýta okkur Noona bókunarkerfið til þess að senda sms á íbúa Mosfellsbæjar og minna á pantaða tíma. Með því að fá sms daginn á undan sem minnir á bókaðan tíma minnkar það líkurnar á að tíminn gleymist og þar af leiðandi minnkar það tapaðan vinnutíma starfsfólks. Íbúar fá einnig nákvæma staðsetningu fundarins sem minnkar líkurnar á því að mætt sé á rangan stað. Þetta var líka hugsað fyrir íbúa okkar af erlendum uppruna sem eiga erfitt með að láta okkur í þjónustuverinu vita hvern þau eiga að koma að hitta og geta þá sýnt okkur sms-ið og við hjálpað þeim að bóka sig inn í móttökukerfið sem við erum með."

Vefkaffi eru stafrænar spjallstofur þar sem kynnt eru hin ýmsu verkefni tengd stafrænni umbreytingu sveitarfélaganna. Vefkaffið verður tekið upp og birt hér að vefkaffinu loknu.

Horfa á upptöku