80 ára afmælisráðstefna Sambandsins
Þann 11. júní 2025 eru 80 ár frá stofnþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og mun Sambandið fagna afmælinu með ýmsum hætti á árinu og varpi þannig ljósi á mikilvægi þess fyrir íslensk sveitarfélög og samfélag í gegnum árin. Horft verður til þess að hafa dagskrá fjölbreytta og verða sérstakir afmælisviðburðir haldnir með reglulegu millibili út árið. 80 ára afmælisráðstefna verður haldin þann 11. júní. Takið daginn frá. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur en hægt er að skrá þátttöku hér að neðan. Athugið að frítt er á ráðstefnuna.
