Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga verður með veffund vegna undirbúnings á innleiðingu á Frigg. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 20. janúar kl.15:00
Það styttist í fyrsta áfanga innleiðingar á Frigg – nemendagrunni þann 3. mars 2025 með innritun barna fædd 2019 og fara í grunnskóla haustið 2025. Innritun fer fram í gegnum samræmda umsókn á Ísland.is – þvert yfir landið.
Frigg felur í sér grundvallarbreytingu á yfirsýn fyrir menntakerfið og er meginforsenda þess að matsferill nái fram að ganga á haustmánuðum. Árangursrík innleiðing byggir á samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Á undirbúningsfundi fyrir innleiðingu ætlum við að fá innsýn inn þau skref sem við þurfum að stíga fram að innleiðingu og aðgerðir sem snúa að tæknilegri uppsetningu ásamt því að kynnast betur viðmóti Friggjar fyrir skólastjórnendur, umsóknarviðmóti forráðamanna á island.is og þá fræðslu sem verður veitt til stuðnings innleiðingar.
Með Frigg sköpum við einfaldari, skilvirkari og gagnsærri stjórnsýslu, með öruggum gagnainnviðum, enn betri opinberri þjónustu og nútímalegra starfsumhverfi, óháð stærð og staðsetningu sveitarfélags.
Dagskrá
1. Opnun fundar
2. Frigg undirbúningur fyrir innleiðingu: farið yfir helstu atriði sem snúa að skólum og sveitarfélögum fyrir innleiðingu.
3. Samantekt og næstu skref
4. Spurningar og umræður
Aðrar upplýsingar
Fundurinn verður tekinn upp og upptöku miðlað á https://frigg.midstodmenntunar.is/