Fara í aðalefni

Stafræn vegferð

Fund­ur með HMS um nýtt um­sókn­ar­við­mót bygg­ing­ar­leyfa

Byggingarleyfi á Íslandi – allt á einum stað Vorið 2023 hóf Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vinnu við undirbúning og þróun miðlægs umsóknarviðmóts fyrir byggingarleyfi og þann 21. nóvember sl. var fyrsti áfangi verkefnisins settur í loftið með Reykjanesbæ.

10. desember 2024

Kl. 09:00

Fyrsti áfanginn snýr að móttöku byggingarleyfisumsókna inn í málaskrárkerfi sveitarfélagsins sem verða áfram um sinn afgreiddar með sama hætti og áður. Umsóknarviðmótið er leiðbeinandi og samræmir og einfaldar umsóknarferlið fyrir umsækjendur og skilar sveitarfélaginu betri gögnum.

Í öðrum áfanga, sem er áætlaður á síðari hluta 2025, verður tekið í notkun afgreiðslukerfi byggingarleyfa fyrir sveitarfélög og mun það stórbæta vinnuaðstæður sveitarfélaga og byggingarfulltrúa.  Með nýju umsóknar og afgreiðsluviðmóti er ætlunin að samræma verklag þvert á sveitarfélög, einfalda og flýta skráningu mannvirkja og auka gæði upplýsinga um mannvirkjagerð á Íslandi í mannvirkjaskrá. Þróun viðmótsins hefur verið unnin í þéttu samstarfi aðila sem koma að ferlinu, þ.m.t. sveitarfélög, byggingarfulltrúaembætti, byggingaraðila og hönnuði.

 

Dagskrá fundar:

  • Sagt frá þróunar- og innleiðingarferli hjá tilraunasveitarfélaginu Reykjanesbæ.
  • Farið yfir áfangaskiptingu verkefnisins, tímalínu og framtíðarsýn.
  • Sýnt verður inn í nýja umsóknarviðmótið og farið stuttlega yfir þær hugmyndir sem við höfum varðandi afgreiðsluviðmót sveitarfélaga.
  • Rætt um undirbúning sveitarfélaganna fyrir innleiðingarvinnu og hugmyndir um röðun innleiðingar.

Horfa á upptöku af fundinum