Fara í aðalefni

Stefn­ur og skipu­lag

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Sambands íslenskra sveitarfélaga kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja konum og körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Mannauðsstefna

Starfemi Sambandsins byggir á því að fyllsta jafnræðis sé gætt milli kynja og hver starfsmaður njóti sín á grundvelli eigin verðleika.

Stefna um samfélagslega ábyrgð

Samband íslenskra sveitarfélaga sýnir samfélagslega ábyrgð í starfsemi sinni, við ákvarðanatöku og ráðgjöf og er til fyrirmyndar í málefnum sjálbærrar þróunar og loftslags.

Stefna og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis, kylferðislegrar og kynbundinnar áreitni

Það er stefna Sambandsins að starfsmenn vinni í anda samstarfs og sýni þannig samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum, hvort heldur er á vinnustaðnum eða utan hans. Einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi verða undir engum kringumstæðum umborin.

Sameiginleg kjarastefna ríkis og sveitarfélaga

Í sameiginlegri kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga er sett fram framtíðarsýn og sameiginleg markmið opinberra vinnuveitenda sem miða öll að því að tryggja opinbera þjónustu með hagkvæmum hætti fyrir almenning og stuðla að heilbrigðum vinnustöðum.

Skipurit Sambands íslenskra sveitarfélaga