Stafrænt samstarf
Stafrænt samstarf
Stafræn þróun er stórt verkefni sveitarfélaganna. Hér er hægt að fræðast um ýmislegt tengt stafrænni þróun, lesa um stafrænar lausnir og nálgast efni sem flýtir fyrir vinnslu stafrænna verkefna.
Samvinna sveitarfélaganna
Áhersla er lögð á að auka samvinnu með skilvirku samtali þvert á ríki, sveitarfélög og landhluta. Efla þekkingaryfirfærslu milli sveitarfélaga og bjóða upp á vettvang til deilingar efnis og upplýsinga. Vinna að samnýtingu og endurnýtingu hönnunar, tæknistrúktúrs og lausna. Áherslur eru lagðar í samvinnu við sveitarfélög, Reykjavíkurborg og ríkið.
Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur að miðlægu samstarfi sveitarfélaga til að auðvelda þeim að verða virkir þátttakendur í stafrænni þróun og nýta nútímatækni til að bæta þjónustu og samskipti við íbúa.
Faghópur um stafræna umbreytingu
Faghópur um stafræna umbreytingu var stofnaður í desember 2019. Í hópnum eiga sæti sérfræðingar sem ráðnir hafa verið innan sveitarfélaga til að leiða stafræna umbreytingu innan síns sveitarfélags. Hópurinn hefur stækkað jafnt og þétt en meginhlutverk hópins er að vera umræðuvettvangur um stafræna þróun sveitarfélaga og veita stafrænu ráði sveitarfélaga faglegan stuðning. Hópurinn aðstoðar við greiningu á stöðu stafrænna mála sveitarfélaga og hugmynda um sameiginleg verkefni sveitarfélaga. Hann stuðlar að því að fyrir hendi sé yfirsýn yfir stafræna þróun sveitarfélaga og stafræn samstarfstækifæri. Hópurinn aðstoðar við þekkingarmiðlun til sveitarfélaga í samvinnu við stafrænt ráð sveitarfélaga