Fara í aðalefni

Fjármál

Við­mið­un­ar­gjald­skrá leik­skóla 2024

23. september 2024

Út er komin viðmiðunargjaldskrá vegna leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2024/2025.

Viðmiðunargjaldið byggir á beinum kostnaði sveitarfélaga við rekstur almennra leikskóla sveitarfélaga, ásamt sameiginlegum liðum. Meðalkostnaður á landinu við hvert leikskólapláss, m.v. átta tíma vistun með fæði, er lagður til grundvallar gjaldskránni (miðað við 11 mánuði).

Gjaldskráin er stigskipt eftir aldri leikskólabarna og dvalarlengd. Gjaldskráin sýnir brúttótölur og frá þeim dragast leikskólagjöld sem sveitarfélög innheimta af foreldrum.

Viðmiðunargjaldskrá leikskóla.