Forvarnir

Tök­um sam­tal­ið: Vernd­andi þætt­ir í lífi barna og ung­menna

28. apríl 2025

Mánudaginn 5. maí nk. verður haldinn fræðslufundur á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga en þessi fundur er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna ofbeldis gegn og meðal barna.

Þetta er þriðji fundurinn sem haldinn er undir yfirheitinu #tökumsamtalið en á þessum fundi verður lögð áhersla á gagnleg verkfæri til að styðja við starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum innan skólakerfisins.

Fundarstjóri er Alfa Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Fundinum verður streymt milli klukkan 13:00 og 14:00 mánudaginn 5. maí.

Haldin verða þrjú 10–15 mínútna erindi:

· Landsteymi – Ráðgjafar- og stuðningsteymi um farsæld barna í skólum.

– Anna Lára Pálsdóttir, sérfræðingur í ráðgjöf og stuðningi hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

· MEMM – samhæfing og samvinna í málefnum barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn

– Fríða Bjarney Jónsdóttir, verkefnaráðinn sérfræðingur hjá Mennta- og barnamálaráðuneyti

· Heillaspor - Tengsla- og áfallamiðuð nálgun til að styðja við þroska, nám og farsæld barna í inngildandi skóla- og frístundastarfi

– Bergdís Wilson, sviðsstjóri skólaþróunarsviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.

Á meðan á fundi stendur gefst áhorfendum tækifæri á að senda inn spurningar til fyrirlesara í gegnum slido.com og munu fyrirlesarar reyna að svara öllum helstu spurningum í lok fundar.

Öll erindin miða að því að gefa fagfólki í skólakerfinu og öðrum áhugasömum innsýn og verkfæri sem mótvægi við þau neikvæðu samfélagslegu áhrif sem steðja að í lífi barna og ungmenna.

Tökum samtalið - streymi.