Stafræn vegferð

Til­nefn­ing­ar til Ný­sköp­un­ar­verð­launa 2025

22. apríl 2025

Sambandið vekur athygli á að búið er að opna fyrir tilnefningar til Nýsköpunarverðlauna hins opinbera 2025. Markmiðið með verðlaununum er að veita viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í opinberri nýsköpun síðastliðna 12 mánuði.  

Til opinberrar nýsköpunar telst umbótastarf, innleiðing nýjunga eða breyttar aðferðir í opinberum rekstri sem skapar eða eykur virði í starfsemi hins opinbera. Tilnefna má til verðlauna í eftirfarandi flokkum: 

  • Einstakling í opinberri starfsemi 
  • Ráðuneyti / Ríkisstofnun 
  • Sveitarfélag / Stofnun sveitarfélags 
  • Opinbert hlutafélag

Opið fyrir tilnefningar til og með 6. maí. Sendu inn tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna hins opinbera 2025