Styrkjatækifæri á sviði vinnumarkaðsmála og félagslegrar nýsköpunar
10. desember 2024
Sambandið vekur athygli á kynningarfundi um félags- og vinnumálaáætlun Evrópusambandsins sem haldinn verður þriðjudaginn 7. janúar kl. 15:00-16:30.
Laugarhóll í Bjarnarfirði - ljósm. IH
Á fundinum verður kynning á félags- og vinnumálaáætlun ESB og þeim styrkjatækifærum sem þar eru í boði. Áætlunin er opin öllum sveitarfélögum, hagaðilum vinnumarkaðarins, stofnunum, fyrirtækjum, frjálsum félagasamtökum, ýmsum opinberum aðilum og háskólum.
Fundurinn er samstarfsverkefni Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Rannís.