Fara í aðalefni

Kjaramál

Stjórn Sam­bands­ins fellst ekki á inn­an­hús­s­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara

21. febrúar 2025

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram 20. febrúar sl., á þremur stjórnarfundum. M.a. kom ríkissáttasemjari inn á fund stjórnar til að kynna mögulega tillögu og fá afstöðu stjórnar til þess hvort að hann ætti að leggja hana fram. Á þeim fundi kom skýrt fram að stjórn hugnaðist ekki sú leið sem sáttasemjari lagði til. Stjórn Sambandsins vill því koma því skýrt á framfæri að framsetning innanhússtillögu ríkissáttasemjara var ekki með samþykki stjórnar eða samninganefndar.

Stjórn Sambandsins telur sér ekki fært að fallast á innanhússtillögu ríkissáttasemjara í núverandi mynd enda felur hún í sér hærri innáborgun á virðismat en sú miðlunartillaga sem stjórn var búin að samþykkja og gert er ráð fyrir að hægt sé að segja samningnum upp á samningtíma.

Stjórn Sambandsins hefur ávallt haldið þeirri afstöðu að viðræðurnar þurfi að byggja á sanngjörnum launakjörum fyrir kennara en telur að tillögur sáttasemjara eins og þær eru settar fram feli í sér óásættanlega áhættu.

Það er margt í tillögunni sem hugnast sveitarfélögum vel. Sambandið er fullvisst um að sú virðismatsvegferð sem lögð er til muni leiða til sanngjarnrar, gagnsærrar og málefnalegrar launasetningar kennara. Sambandið getur þó ekki fallist á það að kennarasambandið hafi heimild til að segja samningnum upp fyrir lok samningstíma, án þessa að ljúka virðismatsvegferðinni. Hætta er á að það myndi setji alla aðra kjarasamninga á vinnumarkaði í uppnám enda hafa stöðugleikasamningar verið leiðarljós allra undirritaðra samninga opinberra launagreiðanda.

Stjórn Sambandsins ítrekar samningsvilja sinn og áréttar að sú tillaga sáttasemjara sem var samþykkt af stjórn fól í sér að lágmarki 22% hækkun á samningstímanum á meðan aðrir samningar á markaði og við aðrar stéttir felur í sér 14-15% hækkun. Ný tillaga hljóðar uppá meiri hækkun. Sambandið heldur áfram í samningaviðræðunum af fullri einlægni og vonast til að finna farsæla lausn sem báðir aðilar geta unað við. Þá ítrekar stjórn Sambandsins traust sitt til samninganefndarinnar og umboð hennar til áframhaldandi samningaviðræðna.